19.des sl var síðasti tíminn í árlegu Hestamennsku námskeiði sem Sigrún Sig. og Þórdís Anna kenna yngstu kynnslóðinni reiðmennsku.
Mikið fjör var hjá hópunum þar sem brugðið var á leik og farið í ýmsa skemmtilega leiki á hestum, þarna nutu börn og hestar sín vel.
Skemmtilegt er að segja frá því að í haust voru óvanalega margir strákar skráðir á námskeiðið. Námskeiðinu lýkur svo formlega í lok jan með skemmtilegri keppni sem börnin skipuleggja að miklu leyti sjálf.
Hér er tengill á myndir frá síðasta tímanum í Samskipahöllinni
https://www.facebook.com/pg/sprettarar/photos/?tab=album&album_id=1108982359273336Hestamennsku námskeiðin hafa verið kennd sl ár hjá Spretti og notið mikilla vinsælda, námskeiðin eru fyrir krakka frá 7 ára til 14 ára aldri, raðað er í hópa eftir aldri og getu.
Nýtt Hestamennsku námskeið hefst 14.janúar 2019 og er skráning opin á það bæði í gegnum
https://skraning.sportfengur.com/ og í gegnum
umsk.felog.is þar sem foreldrar geta nýtt tómstundastyrki barna sinna frá bæjarfélögum.
Fræðslunefnd Spretts