Hestamennsku námskeiðin halda áfram veturinn 2019. Kennt verður á mánudögum í Samskipahöllinni í Spretti. Hver tími er 45mín, 10 skipti. Hámark 8 nemendur í hóp. Tveir reiðkennarar kenna í hverjum tíma. Námskeiðið er ætlað börnum og unglingum á aldrinum 7-14 ára. Námskeiðið hefst mánudaginn 14.jan og verður kennt milli kl. 17-20.
Þema námskeiðsins í vetur verður TREK sem felur í sér að ríða yfir hindranir og leysa þrautir sem stuðla að traustu og góðu sambandi á milli hests og knapa á mjög skemmtilegan hátt. Auk þess höldum við áfram að ríða fimiæfingar, mismunandi gangtegundir og æfa stjórnun og ásetu.
Reiðkennarar verða Sigrún Sigurðardóttir og Þórdís Anna Gylfadóttir.
Skráning á námskeiðið fer fram í gegnum Sportfeng og lýkur 8.janúar. Einnig verður hægt að skrá í gegnum íbúðagáttir bæjarfélaganna og nýta frístundastyrki.
Verð kr. 22.000kr
Nánari upplýsingar gefa Sigrún s.896-1818 og Þórdís s.868-7432.