Skráningu lýkur á þetta frábæra námskeið sunnudaginn 14.oktHin skemmtilegu Hestamennsku námskeið munu halda áfram haustið 2018.
Námskeiðið hefst miðvikudaginn 17.okt.
Í boði verða tveir mismunandi aldurshópar. 6-9 ára og 10-14 ára.
Reiðkennarar verða Sigrún Sigurðardóttir og Þórdís Anna Gylfadóttir.
Kenndir verða 5 bóklegir tímar á efri hæð Samskipahallarinnar.
Bóklegir tímar verða kenndir
á miðvikudögum á tímabilinu 17.okt. til 7.nóv.
Yngri hópur kl.17-18 og eldri hópur kl.18-19.
Bóklegri kennslu lýkur með rútuferð
laugardaginn 17.nóvember.
Kenndir verða 8 verklegir tímar.
Verkleg kennsla hefst 19.nóv og lýkur 12.des. Kennt verður á mánudögum og miðvikudögum
í Samskipahöllinni
Yngri hópur kl.17-18 og
eldri hópur kl.18-19.
Námskeiðinu lýkur hjá báðum hópum með „skemmtimóti“ sem haldið verður milli jóla og
nýárs.
Þema námskeiðsins hjá yngri hóp er; ásetur, gangtegundir, líkami hestsins og mismunandi
keppnisgreinar.
Námskeiðinu lýkur með þátttöku nemenda í léttri keppni ásamt því að aðstoða við
mótahald.
Þema námskeiðsins hjá eldri hóp er; gangtegundir, fræðsla og fyrirlestrar frá dómurum og
keppnisgreinar.
Námskeiðinu lýkur með því að nemendur skipuleggja, undirbúa, keppa og
halda mót.
Skráning á námskeiðið fer fram í gegnum Sportfeng og lýkur sunnudaginn 14.okt.
Verð kr. 38000.-
Nánari upplýsingar gefa Sigrún s.896-1818 og Þórdís s.868-7432.