Blue Lagoon Æskulýðsmót Spretts verður haldið þriðjudaginn 29.maí. Vegna tilfærlsu á íþróttamóti Spretts verðum við að færa æfingamótið fyrir gæðingamót Spretts til þriðjudagsins 29.maí.
Vonum að sem flest börn, unglinga og ungmenni Spretts geti nýtt sér þetta æfingamót.
Áætlað er að mótið byrji kl.17 en frekari tímasetning og dagskrá verður auglýst þegar skráningar liggja fyrir.
Börn, unglingar og ungmenni keppa á hringvelli í formi gæðingakeppni. Hægt er að nálgast upplýsingar um reglur gæðingakeppnni inn á https://www.lhhestar.is/static/files/Log_og_reglur/lh_logogreglur_2011.pdf.
Mótið er hugsað sem æfingamót fyrir Sprettara og er tilvalið að æfa sig fyrir úrtöku fyrir Landsmót eða bara til að vera með og hafa gaman.
Einn dómari dæmir og gefur einkunnir og umsagnir fyrir hvern og einn og fá þátttakendur að eiga að móti loknu.
Einungis verður riðin forkeppni (einn inn á vellinum í einu), engin úrslit.
Verðlaunað verður fyrir fimm efstu sætin í hverjum flokki.
Boðið verður upp á grillaðar pylsur og drykki á meðan á mótinu stendur.
Skráning fer fram í gegnum
Sportfeng
http://skraning.sportfengur.com/til kl.13:00 sunndudaginn 27. maí.Engin skráningargjöld og leyfilegt er að knapi skrái fleiri en einn hest.
Vonumst til að sjá sem flesta unga Sprettara
Með kveðju,
Æskulýðs- og fræðslunefnd