Hestamenn takið fimmtudagskvöldið 12. apríl frá!
Hermann Árnason er hestamaður af guðs náð og mikill ferðakappi, bæði á sínum eigin 2 fótum en helst á ferfætlingum. Hann vílar ekki fyrir sér að ríða þvert yfir landið og hefur meðal annars riðið yfir allar ár Suðurlandi í einum rykk. Hann ætlar að koma til okkar í Sprett fimmtudagskvöldið 12.apríl kl 20:00 og eiga með okkur kvöldstund og fara yfir það sem gott er að hafa í huga fyrir ferðir, hvað sé gott að taka með og hvernig er hægt að leysa úr ýmsum málum á fjöllum.
Sigurjón Hendriksson sjúkrafluttningsmaður mun einnig koma og fara einföld öryggisastriði, hann fer aðeins yfir þann búnað sem gott er að hafa með sér í hestaferðir. Einnig fer hann yfir hvernig ber að bregðast við ef slys ber að höndum
Aðgangur er ókeypis og er fyrirlesturinn opinn öllum hestamönnum.
Hægt verður að kaupa súpu á staðnum.
https://www.facebook.com/events/216693415751082/Fræðslunefnd Spretts