Námskeið í munsturreið fyrir börn og unglinga hefst 4.apríl nk. Lögð verður áhersla á stjórnun á hraða, samvinnu milli knapa og hesta og auðvitað gangtegundir.
Kennarar verða Sigrún Sig. og Henna Siren.
Skipt verður í meira og minna vana hópa og munu kennararnir sjá um skiptinguna.
Kennt verður 2x í viku, á mánudögum og miðvikudögum, annar hópurinn kl. 18-19 og hinn kl. 19-20.
Námskeiðið endar á sýningunni Æskan og hesturinn sem verður í reiðhöllinni Víðidal 29.apríl nk.
Verð fyrir hvern þátttakanda er 4000kr
Skráning fer fram í gegnum Sporfeng, síðasti skráningardagur verður 3.apríl
Fræðslunefnd Spretts