Nokkur námskeið eru að hefjast þessa dagana og er þátttaka góð. Gaman að fylgjast með hvað Sprettarar eru duglegir að sækja námskeið og vonum við að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi.
Eitt pláss er laust vegna forfalla á Vinna í hendi og hringteymingar, byrjendahópur, námskeiðið hefst 17.jan kl 17-18 í Hattarvallahöllinni. Hægt að skrá í gegnum Sportfeng.
Í þessari viku hefjast Knapamerki, Paratímar hjá Hinrik Sigurðssyni, Hestamennska 2018, Undirbúningur fyrir keppni, Vinna í hendi og hringteymingar, Partatímar hjá Jóhanni Ragnarss, Helgar sirkusnámskeið verður næstu helgi.
Þátttakendur í Hestamennsku 2018 hittu Sigrúnu og Hennu í gær, mánudag og mun kennsla hefjast nk mánudag/miðvikudag eftir hópaskipan þeirra Sigrúnar og Hennu, þátttakendur munu fá tölvupóst um hvenær þau eigi að mæta.
Laus pláss eru í byrjenda hóp í Hestamennsunámskeiðinu, námskeiðið er fyrir krakka frá 7 ára aldri.
Í byrjun febrúar mun hefjast námskeið með Daníel Jóns, 30.mín einaktímar sex skipti, kennt verður á miðvikdögum í Hattarvallahöllinni. Nánar auglýst þegar opnað verður fyrir skráningar.
Allar skráningar fara fram í gegnum Sportfeng.
Fræðslunefnd Spretts