Með hækkandi sól og hlýnandi veðri verður boðið upp á Ævintýranámskeið Spretts fyrir krakka sem geta riðið út sjálf, þ.e. geta lagt á sinn hest sjálf og stjórnað sínum hesti sjálf utandyra. Knapar mæta með sinn eigin hest og sín eigin reiðtygi. Farið verður í langa reiðtúra, ýmiskonar leiki, farið yfir hindranir, gangtegundir markvisst þjálfaðar, áseta og stjórnun æfð, grillað og haft gaman. Námskeiðið er 5 skipti og verður að mestu haldið utandyra. Því er mikilvægt að klæða sig eftir veðri. Fimm til sex krakkar í hóp.
Kennt er seinnipart/kvöld á mánudögum og miðvikudögum. Nánari tímasetningar verða ákveðnar þegar ljóst er hver fjöldinn verður. Kennt verður eftirtalda daga:
Miðvikudagurinn 24.maí - mánudagurinn 29.maí - miðvikudagurinn 31.maí - mánudagurinn 5.júní - miðvikudagurinn 7.júní.
Reiðkennari verður Þórdís Anna Gylfadóttir. Skráning fer fram í gegnum Sportfeng.com.
Skráning er opin til mánudagsins 22.maí. Verð er 15.000kr.