Nú kynnum við til leiks næsta námskeið á vegum fræðslunefndarinnar og er kennarinn Þórarinn Ragnarsson. Þórarinn þarf vart að kynna fyrir hestamönnum enda ná miklum árangri á bæði keppnisbrautinni og kynbótabrautinni, en hann var m.a. sigurvegari Landsmóts 2012 í A-flokki og gæðingaknapi ársins sama ár.
Kennt verður í paratímum, þ.e. 2 saman í hóp í ca. klukkustund. Kennt verður á miðvikudögum
í Samskipahöllinni, hólfi tvö og er kennt á milli 17:00 og 21:00. Það ber að hafa í huga að páskar eru á þessu tímabili og má því búast við því að tilfæringar verði á þeim tímum en heildarfjöldi tíma mun verða 6 skipti
Verð á einstakling er 35.500 kr.
Skráning hafin á www.sportfengur.com
Námskeiðið hefst 15. mars nk. en skráningarfrestur er til 12. mars og kennt verður í 6 skipti.
Líkt og ávallt áskilur nefndin sér að fella niður námskeið náist ekki skráning.