Við minnum á reiðnámskeið með Sigrúnu Sig. fyrir minna vana eða óörugga
Nú hefst námskeið með Sigrúnu Sigurðardóttir en það er námskeið fyrir minna vana. Þetta námskeið er frábært fyrir einstaklinga sem til dæmis vilja auka kjark og þor, byrja aftur eftir hlé í hestamennsku eða einfaldlega byrja með nýja hesta. Námskeiðið hefst þann 6. febrúar nk.
Sigrún Sigurðardóttir þarf vart að kynna en hún hefur kennt í fjölda ára með góðum orðstír. Kennt verður á mánudögum frá 20:00 – 22:00 og miðvikudögum frá 18:00. Reynt verður með öllu móti að halda þessum tímum, með fyrirvara um að möguleg tilfærsla gæti orðið á tímum en heildarfjöldi tíma mun haldast. Kennt verður í Samskipahöllinni, hólfi 3.
Fyrirkomulag verður þannig að kennt verður tvisvar í viku í átta skipti. Tveir hópar verða með að hámarki fjóra í hóp kennt í ca. 45 mínútur en einnig verður ca. 30 mínútna para-/vinatími þar sem tveir verða í hóp. Þátttakenndur geta valið hópatíma eða para-/vinatímann.
Hópatímarnir verða: (33.500 kr.)
Hópur 1: Mánudagar (20:00 – 20:45) og miðvikudagar (18:00 – 18:45)
Hópur 2: Mánudagar (21:15 – 22:00) og miðvikudagar (19:15 – 20:00)
Para-/vinatíminn: (36.000 kr.)
Mánudagar (20:45 – 21:15) og miðvikudagar (18:45 – 19:15)
Skráning fer fram á www.sportfengur.com og er skráningarfrestur til 4. febrúar.
Hámarksfjöldinn er 10 á námskeiðið og því hvetjum við ykkur að skrá ykkur sem fyrst!
Eins og með öll námskeið á vegum félagsins áskiljum við okkur rétt til að fella niður námskeið náist ekki skráning.