Nú fer að hefjast barna- og pollanámskeið í Spretti fyrir veturinn 2017. Skráningu lýkur þann 27. janúar. Námskeiðið hefst þann 29. janúar og er kennt á sunnudögum í Samskipahöllinni, hólfi 3 (vestast). Kennd verða fimm skipti en þó vekjum við athygli á því að möguleiki sé á tilfærslu vegna viðburða í höllinni, en það verður auglýst með góðum fyrirvara og reynt verður að halda sama tíma eftir bestu getu.
Kennsla fer fram milli 12 – 14 á sunnudögum, í tveimur hópum, c.a. 50 mín hver og kennarinn er Sara Rut Heimisdóttir sem er útskrifaður reiðkennari frá Hólum. Námskeiðið er ætlað þeim sem eru byrjendur eða lítið vanir.
Verð er 9.750 krónur á einstakling
Skráning er hafin á
www.sportfengur.comSéu spurningar bendum við á að senda okkur tölvupóst á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða hringja í Matthías Kjartansson
s. 866-1623