Nú fer verkleg kennsla í knapamerkjanámskeiðunum að hefjast. Skáning er hafin og verður skráningarfrestur til 20. janúar á miðnætti.
Kennsla fer fram í Hattarvallahöllinni og kennt verður á mánudögum og miðvikudögum. Knapamerki 1 og 2 verður undir handleiðslu Matthías Kjartanssonar reiðkennara, knapamerki 1 verður kennt milli 17:00 – 18:00 en knapamerki 2 milli 18:00 – 19:00.
Knapamerki 3 og 4 verða einnig kennd í Hattarvallahöllinni en Þórdís Anna Gylfadóttir er þar kennari.
Knapamerki 3 verður kennt á mánudögum kl. 20:00 – 21:00 og miðvikudögum kl. 19:00 – 20:00. Knapamerki 4 verður kennt á mánudögum kl. 21:00 – 22:00 og á miðvikudögum kl. 20:00 – 21:00.
Ekki var næg þáttaka fyrir bóklegt námskeið í knapamerki 5 í vetur, en sé áhugi fyrir því, endilega sendið póst á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. og við munum reyna koma til móts við einstaklinga sem hafa áhuga á því.
Verð:
Knapamerki 1: Kenndir eru 12 tímar með prófi, verð fyrir unglinga 14-18 ára er 21.000 kr. en fyrir fullorðna 30.000 kr.
Knapamerki 2: Kenndir eru 15 tímar með prófi, verð fyrir unglinga 14-18 ára er 26.500 kr. en fyrir fullorðna 37.500 kr.
Knapamerki 3: Kenndir eru 20 tímar með prófi, verð fyrir unglinga 14-18 ára er 35.000 kr. en fyrir fullorðna 52.500 kr.
Knapamerki 4: Kenndir eru 25 tímar með prófi, verð fyrir unglinga 14-18 ára er 43.750 kr. en fyrir fullorðna 59.500
Skráning fer fram á www.sportfengur.com
Lágmarksfjöldi er 4 í hvern hóp en látið verður vita 21. janúar hvort og þá hvaða knapamerki ná ekki að uppfylla lágmarskfjölda og verður þá námskeiðið fellt niður.
Kv. Fræðslunefnd