Nú fer fjörið að hefjast hjá Fræðslunefndinni í vetur, en mikill undirbúningur hefur farið fram í haust og nú þegar hafa þó nokkur námskeið verið haldin. En dagskráin mun hefjast strax í janúar og munu allir finna eitthvað við sitt hæfi. Þessi listi er ekki tæmandi en má búast við að bætt verði við námskeiðum seinni part vetrar, þar sem ýmislegt er í bígerð.
Öll námskeið eru birt með þeim fyrirvara að ef ekki verður næg þáttaka, verða námskeið ekki haldin.
Einkatímar – kennari Súsanna Sand9. janúar – 13. febrúar (6x)
Við höfum fengið til liðs við okkur Súsönnu Sand sem hefur verið áður með námskeið hér í Spretti og mikil ánægja með hana. Kennt verður í 30 mínútna einkatímum á mánudögum og hefst kennsla kl. 17:00 í Samskipahöllinni, hólfi 2.
Kr. 34.500 á einstakling – Skráning er hafin!!
Para/vina - tímar – kennari Róbert Petersen10. janúar – 14. febrúar (6x)
Róbert Petersen verður með paratíma, líkt og hann hefur áður verið með hjá okkur. Það verða semsagt tveir saman í hóp í ca. klst, en kennsla fer fram á þriðjudögum og hefst kennsla klukkan 17:00 í Samskipaöllinni, hólfi 2.
Kr. 34.500 á einstakling – skráning er hafin!!
Einkatímar – Daníel Jónsson11. janúar – 1. febrúar (4x)
Einkatímar með Daníel Jónssyni verða í Samskipahöllinni, hólfi 2 í janúar. Kennsla hefst um 17:00 og verður kennt í ca. 30 mínútur í senn. Námskeiðið miðast við meira vana, þ.e. þá sem hafa nokkra reynslu.
Kr. 23.000 á einstakling – skráning er hafin!!
SÝNIKENNSLA!Jakob Svavar kemur hingað til okkar Sprettara í okkar kærkomnu Samskipahöll og mun halda fyrir okkur sýnikennslu! Sýnikennslan verður 14. janúar klukkan 13:00
KnapamerkinStigskipt nám sem stuðlar að bættu aðgengi að fræðslu, þjálfun og menntun í hestamennskunni. Nemandinn er leiddur stig af stigi í takt við getu hans og áhuga. Lagður er grunnur að árangri og öryggi í hestamennskunni, hvort sem hún verður stunduð til frístunda eða sem keppnisíþrótt í framtíðinni Helstu markmið knapamerkjanna er að bæta samspil og velferð knapa og hests.
Kennari á 3. og 4. knapamerki verður Þórdís Anna Gylfadóttir en Matthías Kjartansson verður með 1. og 2. en kennsla fer fram í Hattarvallahöllinni
Kennt verður tvisvar í viku og hefst kennsla þann 16. janúar.
Skráning hefst milli jóla og nýárs, en möguleiki er að fá tómstundastyrk frá Kópavogsbæ, sé skráð með „Nora" – en nánar um það mjög brátt!
Hestamennska – Kennarar Þórdís Anna Gylfadóttir og Sigrún SigurðardóttirHefst 23. janúar
Framhald af hestamennsku námskeiðinu frá því fyrr í vetur en þetta námskeið er fyrir yngri kynslóðina. Kennararnir eru líkt og áður Þórdís Anna Gylfadóttir og Sigrún Sigurðardóttir en þær eru báðar mjög reyndir kennarar sem mikla reynslu og þekkingu til að dreifa.
Kennt verður í Samskipahöllinni, hólfi 3 á mánudögum frá 18:00 – 20:00 og miðvikudögum frá 17:00 – 19:00
Nánari upplýsingar koma milli jóla og nýárs!
Helgarnámskeið með Antoni Pál NíelssyniAnton Páll Níelsson, reiðkennari við Háskólann á Hólum mun verða okkur Spretturum til halds og trausts í vetur. Hann verður hér með helgarnámskeið í vetur reglulega, en hið fyrsta fór fram í desember. Kennsla fer fram í Hattarvallahöllinni.
Námskeiðin verða haldin 28. – 29. janúar, 11. – 12. febrúar og 29. – 30. apríl
Nánari auglýsing kemur síðar um verð (hámarskfjöldi 8)
Pollanámskeið – Sara Rut Heimisdóttir29. janúar – 26. febrúar
Pollanámskeið verður í vetur og verður kennari nú hinn Hóla-útskrifaði reiðkennari Sara Rut Heimisdóttir. Kennt verður á sunnudögum frá 12:00 – 14:00 í Samskipahöllinni og verður námskeiðið betur auglýst þegar nær dregur.
Reiðnámskeið – minna vanirhefst 6. febrúar
Sigrún Sigurðardóttir verður í vetur með reiðnámskeið fyrir minna vana. Kennt verður í Samskipahöllinni, hólfi 3 á mánudögum og miðvikudögum frá 19:00 – 21:00. Námskeiðið verður nánar auglýst þegar nær dregur.
Keppnisnámskeið – börn og unglingar - ungmenniKeppnisnámskeið verða skipt í börn og unglinga, og svo ungmenna keppnisnámskeið. Kennt verður 10. skipti og fer kennsla fram í Samskipahöllinni. Með börn og unglinga verður Ragnhildur Haraldsdóttir og fer kennsla fram á þriðjudögum.
Þórarinn Ragnarson verður með keppnisnámskeið fyrir ungmenninn og fer kennsla fram á miðvikudögum.
Helgarnámskeið – Jóhann K. Ragnarsson16. – 18. febrúar
Jóhann verður með helgarnámskeið í vetur og verður haldið dagana 16. – 18. febrúar. Kennsla hefst því á föstudegi og svo áframhaldandi á laugardaginn og sunnudag.
Járninganámskeið – Kristján ElvarKristján Elvar mun halda járningarnámskeið helgina 17. – 18. febrúar. Kristján er mjög reyndur járningarmaður og mun hann fara yfir helstu handbrögðin í járningum fyrir Sprettara á helgarnámskeiði.
Skeiðnámskeið – Sigurbjörn BárðasonVið höfum fengið til liðs við okkur einn allra reyndasta og verðlaunaðasta skeiðknapa landsins. Hann mun kenna í hóptímum og verður kennt í allri Samskipahöllinni.
Byrjað verður á bóklegu hluta, föstudagur 24. feb
Fjórir verklegir hóptímar verða á mánudögum (27. feb. og 6. mars) og föstudaga (3. mars og 10. mars)
Kennt verður seinni part dags, ca. frá 17:00-22:00