Dagskrá Töltgrúppunar 2017 liggur nú fyrir.
Töltgrúppan 2017 verkefnaplanið: - Gönguæfingar
- 5. jan. sýnikennsla kennara og spjall
- 19. jan. fyrirlestur Hulda Gústafsdóttir
- Fyrirlestur Haffi Gíslason
- Tveir reiðkennslutímar í mánuði, önnur hver vika á þriðjudögum,
kennt verður í minni hópum fram að Áhugamannamóti 26. maí 2017
- Sýnikennsluæfingar
- Einu sinni í viku æfing með stóra hópnum, öll höllin, æfingar verða
fram að Dymbilvikusýningu
- Æfingartími fyrir kvennatöltið
- Fyrirlestur íþróttadómara fyrir kvennatöltið
ATH.Gert verður ráð fyrir að æfingartímar stóra hópsins verði annan hvern sunnudag og annan hvern fimmtudag. Mjög mikilvægt er að fylgjast vel með dagsetningum á þessum æfingum því þær verða á breytilegum tímum. Hægt er að sjá alla æfingatíma á www.sprettarar.is „Reiðhöll" og á Facebook TG vistað undir „Skrár".
Innifalið í þáttökugjaldi TG er kennsla í minni hópum 10 tímar, æfingar með stóra hópnum 16 skipti, fyrirlestrar og sýnikennsla samkvæmt verkefnaplani.
Ekki er búið að festa þátttökugjaldið því ekki eru allar búnar að skrá sig. Áætlað verð er kr. 40.000,-
Óska eftir að konur skrái sig fyrir 31.12.2016 með því að senda tölvupóst á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Töltgrúppan er opin fyrir allar konur í Spretti, markmiðið er að bæta reiðmennsku og færni í skemmtilegum félagsskap.
Hægt er að skoða nánar með þvi að smella hér:
Dagskrá Töltgrúppunnar 2017Kær kveðja
Raggasam