Námskeiðahald
Hestamennska III og V
Þann 10.okt nk. munum við hefja námskeið í Hestamennsku III og Hestamennsku V.Námskeiðin eru sjálfstætt framhald af Hestamennsku I – II – III og IV, sem haldin hafa verið undanfarin ár. Námskeiðin eru opin fyrir öll börn og unglinga sem eru vel reiðfær, lágmarksaldur er 8 ár.
Til að byrja með verður kennt 1x í viku án hests, en verður svo fljótlega aukið í 2x viku þegar verkleg kennsla hefst með hesti. Kennt verður á mánudögum, til að byrja með, og svo munu fimmtudagar bætast við. Kennt verður í Samskipahöllinni. Líkleg tímasetning er kl.17 eða 18 (fer eftir fjölda).Við munum m.a. fara í heimsóknir, fjalla m.a. um mismunandi keppnisgreinar, gangtegundir, ásetu, stjórnun, fimiæfingar, fóðrun og hirðingu auk verklegrar reiðkennslu þar sem sérstök áhersla verður lögð á TREK þjálfun. Námskeiðið mun svo enda á TREK-móti.Nemendur þurfa að mæta með sinn hest frá og með 14.nóvember.Ef börn/unglingar hafa ekki aðgang að hesti/hesthúsaplássi munu reiðkennarar reyna eftir fremsta megni að aðstoða þau við að útvega sér hesti/hesthúsaplássi. Við mælum með því að foreldrar sameinist um hesthús svo utanumhald og hirðingar verði léttari. Það er líka mun skemmtilegra fyrir krakkana að vera nokkur saman í hesthúsi.Drög að dagskrá:10.okt mánud – án hests17.okt mánud – án hests24.okt mánud – án hests31.okt mánud – án hests7.nóv mánud – án hests14. og 17.nóv – verkleg kennsla21. og 24.nóv – verkleg kennsla28. og 1.des – verkleg kennsla5. og 8.des. – verkleg kennsla12. og 15.des – verkleg kennslaSamtals eru þetta 15 kennslustundir.Skráning fer fram á www.sportfengur.comVerð er kr. 32.000 krHægt verður að nýta sér frístundastyrk til þess að greiða niður námskeiðsgjaldið.Systkini fá 10% afslátt af námskeiðisgjaldi.Allar nánari upplýsingar má finna hjá Sigrúnu s:896-1818 eða hjá Þórdísi s:868-7432