Námskeiðahald
Tár - brokk og tilfinningar
Fræðslunefnd Spretts býður öllum krökkum félagsin, unglingum, ungmennum ásamt aðstandendum á fyrirlestur með Þorgrími Þráinssyni þetta er hluti af æskulýðs og keppnisnámskeiðinu allir velkomnir.Þorgrímur Þráinsson rithöfundur heldur fyrirlesturinn:
"Verum ástfangin af lífin"
Á efri hæð Samskipahallarinnar fimmtudaginn 26 maí kl. 19.30
Fyrirlesturinn tekur klukkutíma.
Tár - brokk og tilfinningar.Hver ber ábyrgð á því að við náum árangri í lífinu eða hestamennsku?Erum við okkar eigin gæfusmiðir eða látum við aðra stjórna okkur?Sumir vilja meina að mesta lífsreynslan felist í því að lenda í mótlæti.Þorgrímur fjallar um mikilvægi þess að setja sér markmið, bera ábyrgð á eigin velferð, hrósa og vera flottur karakter.Hann segir sögur af þeim sem hafa náð árangri og hversvegna þeir nutu velgengni.
Njótum við líðandi stundar eða höfum við stöðugt áhyggjur af því sem við höfum enga stjórn á.
Fræðslunefnd Spretts