Metamót Spretts verður haldið 30. ágúst – 1. september næstkomandi. Mótið hefur unnið sér sess sem eitt skemmtilegasta mót ársins. Mótið verður haldið á nýju félagssvæði hestamannafélagsins Spretts á Kjóavöllum. Svæðið hefur að undanförnu verið í mikilli uppbyggingu og verður eitt hið glæsilegasta á landinu.
Á Metamótinu er sem fyrr keppt í A- og B-flokki á beinni braut, tölti, 150 og 250 metra skeiði, ljósaskeiði og nýjustu greininni sem kynnt var til leiks í fyrra; rökkurbrokki, sem er 100m fljúgandi kappreiðabrokk. Ekki má gleyma hinu sívinsæla forstjóratölti. Peningaverðlaun verða í skeiðkappreiðum og rökkurbrokki.
Mótið verður nánar auglýst þegar nær dregur.