Fyrsta skóflustungan var tekin 30. apríl að nýrri reiðhöll félagsins en í blíðskaparveðri í gær voru fyrstu sökklarnir í reiðhöll Spretts steyptir. Reiðhöllinn verður í held sinni 4000 m2 að stærð en þar af er um 3100 m2 sjálft reiðsvæðið. Þjónusturými fyrir hesta, vélar, mótstjórn og tæknirými er í austurhluta byggingarinnar og er um 340 m2. Félagsaðstaða er í suðurhluta byggingar og er um 560 m2. Verktaki við bygginguna er Jáverk ehf og skila þeir höllinni fullbúinni. LímtréVírnet sér um framleiðslu límtrés og klæðningar vegna byggingarinnar og verður framleiðslu að mestu lokið í þessum mánuði.
Reiðhöllinni verður skilað félaginu í tveim áföngum:
- Reiðskamman sjálf tilbúin til notkunar í byrjun desember 2013
- Suðurbyggingin, þ.e. félagsaðstaðan og verkið allt í heild sinni verður fullfrágengið um miðjan janúar 2013
Það eru því spennandi tímar framundan á félagssvæðinu okkar.