Opið íþróttamót Spretts verður haldið á Kjóavöllum dagana 18.-19. maí nk. Keppt verður á íþróttavellinum og skeiðbrautinni Andvara megin.
Ef skráning verður mikil gæti mótið hafist degi fyrr. Dagskrá verður kynnt þegar skráning liggur fyrir.
Boðið verður upp á eftirfarandi flokka og keppnisgreinar:
- Barnaflokkur 10-13 ára: T7 tölt T3 tölt og V2 fjórgangur.
- Unglingaflokkur 14-17 ára: T7 tölt T3 tölt, V2 fjórgangur og F2 fimmgangur.
- Ungmennaflokkur 18-21 árs: T7 tölt T3 tölt, V2 fjórgangur, F2 fimmgangur, T4 slaktaumatölt, PP1 gæðingaskeið, P2 100m skeið.
- 2. flokkur: T7 tölt T3 tölt, V2 fjórgangur, F2 fimmgangur, T4 slaktaumatölt, PP1 gæðingaskeið
- 1. flokkur: T3 tölt, V2 fjórgangur, F2 fimmgangur, T4 slaktaumatölt, PP1 gæðingaskeið
- P2 100m skeið, P3 150m skeið
Mótanefnd Spretts áskilur sér rétt til að fella niður eða sameina flokka/greinar ef ekki er næg þátttaka.
Skráning hefst sunnudaginn 12. maí nk. og stendur til miðnættis þriðjudaginn 14. maí. Skráning fer fram í gegnum
Sportfeng.Skráningargjald er kr. 3.500 á hverja skráningu.