Í dag, mánudag, er síðasti skráningadagur á Metamót Spretts. Mótið verður haldið á Kjóavöllum 30.ágúst til 1.september.
Keppt er í A- og B-flokki á beinni braut, tölti, forstjóratölti, 100m ljósaskeið, 150m skeiði, 250m skeiði og 100m rökkurbrokki. Í A- og B-flokki er boðið upp á áhugamannaflokk. Tölt T3 og skeiðgreinarnar eru með hefðbundnu sniði. Peningaverðlaun eru fyrir þrjá bestu tímana í skeiðgreinunum. Rökkurbrokkið fer fram á sama hátt og 100m fljúgandi skeið, nema gangtegundin er brokk. Í rökkurbrokki eru einnig peningaverðlaun fyrir þrjá bestu tímana (Þegar skráð er í rökkurbrokk er valin keppnisgreinin "annað"). Forstjóratöltið er skemmtileg grein þar sem styrktaraðilar og velunnarar mótsins etja kappi.
Til stendur að endurvekja tjaldstemninguna á mótinu. Veitingatjald verður staðsett við brautina þar sem Grillmeistarinn mun sjá um veitingasölu. Grillmeistarinn (sem stendur algjörlega undir nafni) verður með frábærar veitingar, m.a. samlokur og grillmat við allra hæfi.
Skráning fer í gegnum
Sprotfeng og lýkur á miðnætti í kvöld. Ef vandamál koma upp við skráningu má hafa samband í s.869-8425 eða í tölvupósti á
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. áður en skráningu er lokið.
Ekki missa af einu skemmtilegasta móti ársins!