Æskulýðsnefnd Sóta býður Spretturum að koma í Fjöru-fjör fimmtudaginn 30 maí kl 17:30, skynsamlegt að sameinast í kerrur og leggja af stað kl 17:00 frá Spretti. Skráningin fer í gegnum v
iðburð á facebook síðu Spretts. Gott væri að taka þar fram hverjir hafa aukapláss á kerrum svo hægt sé að sameinast með ferðir.
Frekari upplýsingar:
Æskulýðsnefnd Sóta ætlar að endurtaka leikinn frá í fyrra og bjóða uppá fjöru skemmtun að hætti Sóta félaga, fimmtudaginn 30 maí. Lagt verður af stað frá félagshúsi stundvíslega kl. 17:30.
Riðið verður út í fjöruna við Haukshús þar sem verður farið í leiki og sundriðið fyrir þá sem þora. Á eftir verður boðið uppá grillmat í félagshúsinu og skemmtun fyrir börnin.
Vegna sameiningar Álftaness og Garðabæjar eru Sprettarar boðnir sérstaklega velkomnir með okkur. Eitthvað fyrir alla, líka börn sem ekki eru ríðandi, bara koma í fjöruna og leika saman. Gott að koma með fötur og skóflur þar sem farið verður í kastalakeppni.