Laus pláss eru á nokkur námskeið sem hefjast í vikunni.
Hægt er að skrá sig á Hestamennska 2018. Fyrsti tíminn verður mánudaginn 15.jan. Þá munu Sigrún og Henna skipta í hópa. Námskeiðið er fyrir 7-14 ára og skiptist í byrjendur, minna og meira vanir.
Hægt er að skrá sig á undirbúning fyrir keppni fyrir börn, unglinga og ungmenni, kennari verður Súsanna Sand. Fyrsti tíminn verður 16.jan kl 18:00 sem verður í formi fyrirlestar fyrir þátttakendur og forráðamenn þeirra.
Laus pláss eru á knapamerkja námskeiðin. Kennsla hefst 16.jan. Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir
Laust er á Vinna í hendi og hringteymingar, byrjendur hjá Hrafnhildi Helgu, námskeiðið hefst 17.jan kennt í Hattarvallahöllinni.
Laust er í paratíma hjá Hinrik Sigurðssyni, einstaklings og markmiðsmiðað námskeið þar sem unnið er með persónulega þjálfun knapa og hests. 10.vikna námskeið. Hefst 17.jan.
Laust er á Sirkus helgarnámskeið 20.-21.jan. 5 tímar 1 bóklegur og 4 verklegir. Laugardagur: 7 games eftir Pat Parelli. Sunnudagur: Smellu þjálfun, brellu þjálfun og umhverfis þjálfun. Kennari Ragnheiður Þorvaldsdóttir.
Ef félagsmenn hafa óskir eða hugmyndir að námskeiðum endilega hafið samband við fræðslunefndina.
This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.Fræðslunefnd
Spretts